KR er Íslandsmeistari í 8. flokki karla en lokamótið fór fram í DHL-Höllinni á mánudag og í gærkvöldi. Vegurinn var grýttur hjá KR-ingum sem þurftu að komast í gegnum Hauka í fjórframlengdum leik á leið sinni að titlinum.
Úrslit leikja KR voru eftirfarandi:
KR 32-24 Fjölnir
KR 42-33 Keflavík
KR 80-71 Haukar
KR 54-21 Njarðvík
Mynd/ RBG – Íslandsmeistarar KR ásam þjálfara sínum Bojan Desnica.