spot_img
HomeFréttirKR Íslandsmeistari eftir hörkuleik við Keflavík

KR Íslandsmeistari eftir hörkuleik við Keflavík

KR eru Íslandsmeistarar í 10. Fl kvenna eftir 51-43 sigur á Keflavík í úrslitaleik liðanna I Keflavík. Leikurinn fór vel af stað þar sem bæði lið þreifuðu fyrir sér. Keflavíkur stelpur spiluðu stífa pressuvörn allan völlinn til að byrja með sem KR stúlkur vor ekki að ráða vel við. Margir tapaðir boltar litu dagsins ljós hjá KR en Keflavík var þrátt fyrir það ekki að ná að nýta sér þau tækifæri sem sköpuðust eftir þessa góðu vörn í byrjun og var lítið að detta undir körfunni hjá þeim.

Elsa Albertsdóttir opnaði stigaskorið í leiknum með góðri körfu en hún var sterk í fyrsta leikhluta og kom sínu liði í 10-5 með myndarlegu gegnumbroti og körfu um miðbik leikhlutans. KR stúlkur með Veroniku og Ástu Júlíu í broddi fylkingar unnu sig þó inn í leikinn og átu upp forskotið. KR komst svo yfir 11-12 þegar innan við mínúta var eftir af leikhlutanum með 3. stiga körfu frá Margréti en Keflavík svaraði í næstu sókn og leiddi 14-12 að leikhlutanum loknum.

KR opnaði annan leikhluta með 6-0 áhlaupi en þær voru þéttar fyrir varnarlega og tóku mikið af fráköstum sóknarlega og voru að fá 2-3 sénsa í hverri sókn. Þær náðu að keyra upp völlinn og þar með losa sig við pressuvörn Keflavíkur sem reyndist þeim erfið í fyrsta leikhluta. Keflavíkurstelpur voru að reyna mikið að skjóta fyrir utan en lítið að detta hjá þeim til að byrja með eða þangað til Eydís Eva setti niður 3.stiga körfu og jafnaði metin í 20-20. Margrét Blöndal lokaði hinsvegar leikhlutanum með 3.stiga körfu fyrir KR og þær leiddu 20-23 í hálfleik.

Þriðji leikhluti fór fjörlega af stað en bæði lið skiptust á að setja körfur. Eygló Kristín kom sterk af bekknum hjá KR og setti niður 5 stig í röð og kom KR í 22-28. Keflavík hélt sér inni í leiknum með því að setja skot fyrir utan en  nýtingin fyrir utan var ekkert til að hrópa húrra yfir en þær voru 4 af 15 í 3 stiga skotum eftir fyrstu 3. leikhlutana. Mikil bárátta var í báðum liðum og oftar en ekki voru 2-3 leikmenn í gólfinu á eftir lausum boltum sem sýndi vel hvað var undir.  Keflavík skoraði síðustu stig leikhlutans og var staðan að honum loknum 32-33 KR í vil og allt í járnum.

Fjórði leikhluti byrjaði svipað og sá þriðji þar sem KR setti niður fyrstu stigin. Margrét Blöndal landaði sinni þriðju 3.stiga körfu og kom KR í 34-40. Vörn KR var að virka vel og voru þær mjög hreyfanlegar og grimmar á boltamannin hjá Keflavík. Á meðan var lítið að virka sóknarlega hja Keflavík sem virtust oft og tíðum vera að drífa sig full mikið og runnu sóknir þeirra oft út í sandinn. KR var í bílstjórasætinu allan leikhlutann og var Ásta Grímsdóttir virkilega sterk bæði í vörn og sókn en hún setti 6 stig í leikhlutanum. KR kláraði með síðustu 5 stigum leiksins og Íslandsmeistaratitil í höndunum.

Maður leiksins var valinn Ásta Júlía Grímsdóttir en hún var frábær í leiknum með 15 stig/17 fráköst/ 4 stoðsendingar/4 blokk. Á efir henni í stigaskori hjá KR komu Margrét Blöndal með 11 stig og Eygló Kristín með 10 stig. Hjá Keflavík voru atkvæðamestar Birna Valgerður með 12 stig, Eva María með 9 stig og Elsa Alberts með 7 stig.

Tölfræði leiksins

Myndir og umfjöllun – Árni Þór
 

Fréttir
- Auglýsing -