KR B urðu í dag Íslandsmeistarar í neðri deild 9. flokks drengja eftir sigur á Skallagím í úrslitaleik. Lengi framan af leik leiddi KR, með 11 stigum er mest lét. Skallagrímur náði þó að gera þetta að leik undir lokin og komast yfir. Þá setti KR fótinn aftur á bensíngjöfina og sigldi að lokum 55-52 sigur í höfn í miklum spennuleik.
Hérna er myndasafn dagsins frá Körfunni / Bára Dröfn
Maður leiksins var valinn Einar Marteinn Ólafsson, en hann skilaði 15 stigum og 7 fráköstum. Hjá Skallagrím var það Guðjón Gunnarsson sem var atkvæðamestur með 19 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.
Myndir / KKÍ & Bára Dröfn