spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaKR Íslandsmeistarar B liða annað árið í röð

KR Íslandsmeistarar B liða annað árið í röð

KR urðu í gær Íslandsmeistarar B liða eftir þrettán stiga sigur gegn ÍR í Seljaskóla, 74-87.

B lið leika í annarri deild og átti KR nokkuð góðu gengi að fagna, þar sem þeir hafna í 4. sæti deildarinnar með 13 sigra og 8 töp á tímabilinu í heild.

ÍR hinsvegar hafnaði í sætinu fyrir neðan, því 5. með 12 sigra og 9 töp á tímabilinu.

Í 2. deildinni mátti einnig finna B lið Fjölnis og Grindavíkur sem höfnuðu öllu neðar í deildarkeppninni.

Þetta mun vera annað árið í röð sem KR vinnur þennan eftirsótta titil, en árið á undan, 2021, varð Valur Íslandsmeistari B liða.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu.

Fréttir
- Auglýsing -