KR b tryggði sér meistaratitil 2024-25 b liða í gær.
Í lokaleiknum hafði KR betur gegn b liði Álftaness í hörkuleik á Meistaravöllu, 95-71.
KR hafði endað efst b liða í 2. deild karla í deildarkeppninni, 3. sætinu, með 13 sigra og aðeins 5 tapaða leiki, en þeir voru aðeins fjórum stigum fyrir neðan deildarmeistara Fylkis í deildinni.
Mun þetta vera fjórða árið í röð sem KR vinnur titilinn, en síðast vann Valur á undan þeim árið 2021.