Síðustu daga höfum við spurt í könnun hér á Karfan.is hvaða lið líti sterkast út um þessar mundir í Iceland Express deild kvenna. Rúmlega 500 manns tóku þátt í könnuninni og voru það röndóttar úr Vesturbænum sem þóttu hvað sterkastar núna.
Alls 27% telja KR með sterkasta liðið í dag en ekki langt þar undan eða með 21% eru Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur.
Niðurstöður könnunarinnar:
KR 27%
Keflavík 21%
Valur 15%
Njarðvík 10%
Fjölnir 9%
Snæfell 9%
Haukar 5%
Hamar 4%
Við höfum sett inn nýja könnun og að þessu sinni spyrjum við:
Myndir þú borga fyrir að horfa á leiki frá Iceland Express deild karla í beinni netútsendingu?