spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKR-ingar Scania meistarar

KR-ingar Scania meistarar

Tíunda flokkur KR varð í dag Scania meistari í Söddrtalje í Svíþjóð, en mótið er opið Norðurlandamót félagsliða sem haldið er hvert ár.

Úrslitaleikinn vann KR gegn Alvin basket í nokkuð spennandi leik, 65-61. Hér fyrir neðan má sjá stigaskor leikmanna KR í úrslitaleiknum.

Samkvæmt þjálfara liðsins Bojan Desnica var það liðsandinn hjá drengjunum sem skóp sigur þeirra á mótinu og hversu metnaðarfullir leikmenn hans væru.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu sem þjálfað er af Bojan og Veigari Má Helgasyni, en leikmenn liðsins eru Benoni Stefan Andrason, Djordje Arsic, Jóhannes Ragnar Hallgrímsson, Orri Ármannsson, Arnar Reynisson, Savo Rakanovic, Emil Björn Kárason, Kári Arnarsson, Benedikt Sveinsson Blöndal, Guðmundur Orri Jóhannsson, Haraldur Áss Liljuson og Gunnar Wanai Viktorsson.

Að leik loknum var Benoni Stefan Andrason valin Scania kóngur sem besti leikmaður mótsins, en með því kemst hann í hóp með bestu leikmönnum landsins frá upphafi, en til þess að telja einhverja unnu t.a.m. Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór Stefánsson verðlaunin á sínum yngri árum.

Hér fyrir neðan má sjá meðaltöl KR á mótinu:

Fréttir
- Auglýsing -