spot_img
HomeFréttirKR ingar komnir í samband í Kína

KR ingar komnir í samband í Kína

KR ingar eru nú komnir til Kína eftir langt og strangt ferðalag þar sem flugvélarnar voru ekki allar smíðaðar fyrir hávaxna körfuknattleiksmenn. Samkvæmt heimasíðu KR hefur tæknimönnum tekist að koma KR TV í gang og mun leikurinn á morgun verða sýndur beint kl 7 að íslenskum tíma.

 
Á heimasíðu KR má finna frásögn af ferðalaginu til Kína og einnig fréttir af lífinu þar úti.

 
 
Dönsku meistararnir í Bakken bears léku gegn Beijing Aoshen á dögunum og áttu Íslendingar sinn fulltrúa í þeim leikjum. Guðni Valentínusson leikur með Bakken í vetur og sagði hann í samtali við karfan.is að ferðalag þetta hafi verið ótrúlegt, allur aðbúnaður og umgjörð ótrúleg. Bakken lék tvo leiki og í þeim fyrri sem var sá fyrsti sem Sun Yue lék með Aoshen eftir dvöl hjá Lakers, sigraði heimaliðið 122-95. 2500 manns voru í höllinni og leikurinn sýndur beint um allt Kína. Guðna tókst ekki að komast á blað en í seinni leiknum sem Bakken tapaði með 18 var Guðni í byrjunarliðinu og skoraði 2 stig auk þess að stoppa miðherja Kínverjanna sem er um 220 cm á hæð.
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -