Edward Lee Horton Jr. hefur sagt skilið við KR og munu Íslands- og bikarmeistararnir úr vesturbænum leika án erlendra leikmanna fram að jólum en það eru tveir leikir, gegn Mostra í Poweradebikarnum í kvöld og svo sunnudaginn 18. desember í Iceland Express deildinni þegar KR mætir Valsmönnum í DHL-Höllinni.
Fyrr höfðu KR-ingar látið David Tairu fara frá félaginu og nú hefur Horton farið sömu leið en þetta staðfesti Hrafn Kristjánsson þjálfari KR við Karfan.is í dag.
Mynd/ [email protected] – Edward Lee Horton Jr. leikur ekki meira með KR þetta tímabilið.