spot_img
HomeFréttirKR-ingar glöddu nemendur við Öskjuhlíðarskóla

KR-ingar glöddu nemendur við Öskjuhlíðarskóla

16:50
{mosimage}

(Nemendur við Öskjuhlíðarskóla ásamt nokkrum af átrúnaðargoðum sínum. Á myndinni er Fannar Ólafsson fyrirliði KR, Guðmundur Magnússon leikmaður KR og Benedikt Guðmundsson þjálfari KR ásamt krökkunum úr skólanum sem KR bauð á leikinn)

Nemendur við Öskjuhlíðarskóla sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun og fjölfatlaða á aldrinum 6-16 ára hafa á undanförnum heimaleikjum deildarmeistara KR verið sérstakir gestir liðsins í DHL-Höllinni. KR hefur boðið nokkrum nemendum úr skólanum á leiki sína og fylgjast þau vel og náið með framgangi mála hjá KR. Miðherjinn stóri og stæðilegi og lögregluþjónninn Baldur Ólafsson er í sérlegu uppáhaldi hjá hópnum sem og landsliðsstjarnan Jón Arnór Stefánsson. Baldur þekkja krakkarnir af störfum sínum sem lögregluþjónn en hann hefur heimsótt þau í starfi sínu í Öskjuhlíðarskóla.

Tómas Hermannsson hefur hin síðustu ár verið viðriðinn KR og er þar í dag m.a. yngriflokkaþjálfari en hann er einnig kennari við Öskjuhlíðarskóla og því voru hæg heimatökin þegar leitað var til stjórnar KR um að bjóða þessum myndarlega hóp á heimaleikina í DHL-Höllinni sagði Tómas við Karfan.is.

Til þess að gera gærdaginn ennþá sykursætari þegar KR varð deildarmeistari fékk þessi myndarlegi hópur nemenda úr Öskjuhlíðarskóla mynd af sér með hetjunum sínum en rúsínan í pylsuendanum var þegar leikmennirnir Guðmundur Magnússon og Jón Arnór Stefánsson gáfu krökkunum gullverðlaunapeningana sína fyrir að verða deildarmeistarar.

Sannarlega glæst framtak hjá KR-ingum sem vísast fá tvíeflda nemendur úr Öskjuhlíðarskóla sér til stuðnings í úrslitakeppninni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -