20:34
{mosimage}
KR stúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express deildar kvenna með 62-71 sigri á Keflavík á útivelli. Stjarnan tryggði sér oddaleik eftir 99-79 sigur á Snæfell í Icleand Express deild karla. Í Seljaskóla sendu Grindvíkingar ÍR inga í sumarfrí með 71-85 sigri. Nick Bradford og Páll Axel Vilbergsson skoruðu 21 stig hvor fyrir Grindavík í kvöld en Hreggviður Magnússon var með 17 stig og 13 fráköst fyrir ÍR.
Justin Shouse var atkvæðamestur Stjörnumanna með 28 stig en Jón Ólafur Jónsson skoraði mest Snæfellinga eða 18 stig.
Hildur Sigurðardóttir skoraði 18 stig fyrir KR en TaKesha Watson var með 17 stig fyrir Keflavík.