spot_img
HomeFréttirKR í undanúrslit Poweradebikarsins

KR í undanúrslit Poweradebikarsins

7:15

{mosimage}

KR-ingar sigruðu Hamar 94-79 í átta liða úrslitum Poweradebikarsins, Staðan í hálfleik var 45-37  KR í vil.  Stigahæstir voru Brynjar Þór Björnsson og Joshua Helm með 25 stig hvor.

Leikurinn byrjaði í jafnvægi og var staðan eftir fyrsta fjórðung 18-17 KR í vil. Hamarsmenn náðu 20-29 forystu í byrjun annars fjórðungs en KR-ingar sem, voru í miklum villuvandræðum, náðu að jafna leikinn í 37-37 og höfðu forystu í hálfleik 45-37.

KR-ingar leiddu allan þriðja fjórðunginn og staðan að honum loknum 68-62 en í fjórða leikhluta náðu KR-ingar góðri forystu og sigruðu 94-79.

KR-ingar mæta því Skallagrím í undanúrslitum á fimmtudagskvöld í Laugardalshöllinni. En í hinum undanúrslitaleiknum mætast Njarðvík og Snæfell.

Stigahæstir KR-inga voru Brynjar Þór Björnsson og Joshua Helm með 25 stig hvor, Jovan Zdraveski og Helgi Már Magnússon komu næstir með 13 stig hvor.

Stigahæstur Hamarsmanna var Bojan Bojovic með 19 stig, Marvin Valdimarsson kom næstur með 16. Raed Mostafa og George Byrd gerðu 14 hvor og Lárus Jónsson 11.

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: www.karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -