KR og Stjarnan mættust í dag í undanúrslitum Vís bikarins í Smáranum, KR fór aftur í Vesturbæinn með sigur og miða í úrslitaleikinn á laugardaginn á móti annað hvort Keflavík eða Val
Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur en náðu samt ekki neinni forystu, þegar að það leið smá á leikhlutann fóru KR ingar að minnka forskotið og eftir þrist úr horninu frá Orra Hilmarssyni var staðan jöfn fyrir annan fjórðung, 25-25.

Annar leikhluti fór hægar af stað en lokin af þeim fyrsta, miklu betri þessi tími hjá Stjörnunni varnarlega séð heldur en í síðasta leik á móti Keflavík. Liðin skiptust á að koma með lítil áhlaup út hálfleikinn. Tölur í hálfleik 52-53 Garðbæingum í vil.
Þriðji leikhluti var frábær skemmtun fyrir áhorfendur, bæði lið voru að skora mikið og á góðri nýtingu, dómararnir reyndar of duglegir að gefa tæknivillur, en bæði Baldur og Hilmar fengu sitthvora, en hörkuspennandi leikur í gangi, staðan fyrir lokaleikhlutann 73-72, KR í vil.

Fjórði leikhluti var bara enn meiri skemmtun og það var mikil spenna í húsinu, liðin skiptust í nokkur skipti á forystu en á seinustu 2 – 3 mínútum voru KR-ingar yfir en náðu aldrei að slíta sig frá Stjörnunni. Stjörnumenn fengu nokkra sénsa til að jafna leikinn en þegar það voru u.þ.b 8 sekúndur eftir taka þeir leikhlé á meðan þeir eru undir með 3. Þeir taka innkastið framan á vellinum og eftir smá ströggl fékk Jase Fabres boltann og fer í þrist af dripplinu sem leit aldrei út fyrir að vera á leiðinni ofan í, því unnu KR með 3 stigum í hörku leik, 94-91.
Bæði lið voru með mjög góða nýtingu utan af velli, KR með 50% og 44% úr þristum og Stjarnan með 46% utan af velli, spurning hvort varnir hafa verið slakar eða sókninn hjá báðum liðum bara svona góð.

Hjá Vesturbæingum var Þorvaldur Orri stigahæstur með 22 mjög skilvirk stig og 100% nýting, leikurinn kom algjörlega til hans og hann var ekki að þvinga neitt erfitt. Stigaskorið var vel dreift hjá þeim en næstur var Nimrod með 19 stig og síðan Linards með 17 stig
Hjá Stjörnunni var Jase Fabres stigahæstur með 26 stig og 13 fráköst, Shaqiulle var með 12 stig og 3 blokk og siðan var Hilmar með 17 stig.
Þetta var mjög hraður leikur og það var erfit að sjá hver væri að fara taka hann í dag, en það líklegasta sem var Stjörnumönnum að falli í dag var hvað þeir fengu lítið framlag á bekknum sóknarlega, eins gott og byrjunarliðið þeirra er vantar þeim því miður meira af bekknum
KR tekur á móti Keflavík eða Val á laugardaginn í úrslitum, síðan er komið að lokaumferð Bónusdeildarinnar þar sem KR er að berjast um sæti í úrslitakeppni á meðan Stjarnan þarf virkilega á sigri að halda til að koma inn á góðum nótunum í úrslitakeppnina.
Myndasafn (væntanlegt)
Myndir / Sævar Jónasson