9:00
{mosimage}
Hildur Sigurðardóttir
KR-stúlkur sigruðu Hauka 88-81 eftir að hafa verið yfir 39-38 í hálfleik. Monique Martin skoraði 46 stig fyrir KR. Með sigrinum eru KR-stúlkur í öðru sæti deildarinnar.
KR stelpurnar tóku á móti Íslandsmeisturum Haukum í gær í DHL-höllinni, leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir KR stelpurnar því með sigri gátu þær komist upp fyrir Hauka í Iceland Express deildinni í annað sætið.
Stelpurnar sýndu mikinn karakter strax á fyrstu mínútum leiksins og baráttan var mikil, ljóst var að þær ætluðu að láta hafa mikið fyrir sér. Góð mæting var á leikinn og stemmingin var góð sem skilaði sér til leikmanna í skemmtilegri leik.
KR leiddi fyrsta leikhluta, sem einkenndist af hröðum sóknum og góðri vörn, lokatölur fyrsta leikhluta voru 18-13 KR í vil. Annar leikhluti spilaðist líkt og sá fyrri, KR náði að halda áður fengnu forskoti mest allan leikhlutann og leiddi leikinn framan af en munurinn var aldrei mikill. Haukarnir gáfust hins vegar ekki upp og undir lok leikhlutans náðu Haukastelpur góðum spretti og söxuðu á forskot KR-inga. Um leið varð leikur KR-inga sveiflukenndur og hitni ekki alveg eins og best væri á kosið. KR-ingar náðu þó að halda forskoti inn í seinni hálfleikinn þó lítið væri, en lokatölur annars leikhluta voru 39-38 KR í vil.
Þriðji leikhluti var ekki alveg KR-inga, móðurinn datt alveg úr liðinu og liðið náði ekki að halda dampi. Hitni liðsins var ekki nógu góð og boltin var ekki alveg að detta, það nýtu Haukastúlkur sér og sigu framúr, mest náðu þær 11 stiga forskoti í þriðja leikhluta. KR stelpurnar náðu þó að skora 22 stig í umræddum leikhluta en Haukarnir 9 fleiri eða 31 stig, heildarstaðan eftir þriðjaleikhluta var 61-69 Haukum í vil.
Fjórði leikhluti var mjög spennandi og var alveg ljóst að barist yrði fram í rauðan dauðann. Haukarnir gáfu ekkert eftir framan af og héldu fengnu forskoti, síðan datt botninn úr leik liðsins og KR-ingar settu í fimmta gír. Jafnt og þétt söxuðu KR-ingar forskotið og þegar að þristurinn datt hjá Hildi Sigurðar þegar að 5 mínútur voru eftir af síðasta leikhluta fékk liðið aukinn kraft og allt var gefið í leikinn. Liðið sýndi gríðarlegan karakter og með miklum stuðnings áhorfenda náði liðið að knýgja fram sigur á Íslandsmeisturunum, lokatölur leiksins urðu 88-81.
Athygli vekur að stigaskor liðsins skiptist mjög jafnt á milli leikshluta fæstu stigin voru skoruð í fyrsta leikhluta eða 18 stig en hins vegar flest í þeim síðasta eða 27. Miklu meiri sveiflur voru á þeim stigum sem Haukastúlkur skoruðu í hverju leikhluta, flest stig skoruðu þær í þriðjaleikhluta eða 31 stig en hins vegar skoruðu þær fæst sig í þeim síðasta eða aðeins 12 stig.
{mosimage}
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
Ljóst er að gríðarlegur fengur er fyrir KR-liðið að hafa Monique innanborðs og átti hún stórleik í dag, þó 3 stiga skotin hafi ekki verið að detta hjá henni í leiknum eða einungis 1 af 7. Monique var yfirburðarmaður í liðinu í leiknum og skoraði 45 stig eða rétt rúmlega helming af öllum stigum liðsins. Næst á eftir henni kom Hildur Sigurðar með 15 stig og síðan Sigrún Ámundad. með 12 stig. Hins vegar átti hver og einn leikmaður liðsins gríðarlegan þátt í sigri liðsins því baráttan, viljinn og stuðningurinn var mjög mikill.
Hjá Hauka stelpum var Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 27 stig á eftir henni kom Kiera Hardy með 21 stig og loks Telma B. Fjalarsdóttir með 13 stig.
Gríðarlega gaman var að fylgjast með stelpunum og ljóst að þær eru að standa sig frábærlega. Ef fram heldur sem horfir og þær ná að halda dampi er alveg ljóst að þær munu láta finna fyrir sér í toppbaráttunni í deildinni í vetur. Leikurinn var í beinni útsendingu á KRTV og voru fjölmargir áhorfendur að fylgjast með.
Á heimasíðu KR má finna viðtöl við þau Jóhannes Árnason og Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur auk þess sem þar eru fleiri myndir úr leiknum.
Myndir: Stefán Helgi Valsson