Bryndís Guðmundsdóttir, ein af lykil leikmönnum Keflavíkur á nýliðnu tímabili hefur ákveðið að flytja sig um set og skrifaði undir 2 ára samning hjá KR í dag. Ásamt henni skrifuðu einnig Margrét Kara Sturludóttir og Hafrún Hálfdánardóttir undir 2 ára samning.
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði við tilefnið að stjórn KR væri mjög ánægð með að sjá þessar stelpur í því metnaðarfullu prógrammi sem KR væri með. Það væri svo aldrei að vita nema fleiri breytinga væri að vænta úr vesturbænum á næstu vikum.
Bryndís sagðist vilja “breyta til og fannst vera kominn tími til þess að gera eitthvað nýtt. Hef alltaf verið í Keflavík og langaði að fá nýja áskorun”. Hún hefur því eins og fyrr sagði skrifað undir 2 ára samning við KR og ljóst að um mikinn liðsstyrk er að ræða. Bryndís skoraði 14 stig og hirti 8 fráköst að meðaltali á seinustu leiktíð og átti stóran þátt í að tryggja Keflavík Íslandsmeistaratitilinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Bryndís leikur með öðru liði en Keflavík á Íslandi.
Margrét Kara er þekkt stærð í vesturbænum og gleður það eflaust marga KR-ingana að hún ákvað að skrifa aftur undir hjá KR. Margrét skoraði 19 stig í leik, tók 7 fráköst og gaf rúmlega þrjár stoðsendingar að meðaltali á leik á síðasta tímabili. Margrét var valin besti leikmaður Iceland Express deild kvenna á lokahófi KKÍ og ásamt því að vera í úrvalsliði deildarinnar. “Mér líður mun betur með henni í liði en ekki. Ég fékk nú ekki að taka jafn mikið á henni og ég vildi í úrslitakeppninni. En þetta er bara flott, við erum gamlir liðsfélagar aftur saman og það er bara gaman. Við erum góðar vinkonur og það er gaman að hafa hana hérna”.
Hafrún Hálfdánardóttir, sem spilaði 25 leiki með KR á nýliðnu tímabili, skoraði 5,5 stig og hirti 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Hún spilaði með Hamri sín fyrstu ár í Iceland Express deildinni en skipti yfir í KR fyrir seinasta tímabil. Hvernig sér Hafrún sitt hlutverk fyrir í KR á næsta ári? “ Maður reynir bara að vera í sínu besta formi og leggja sig fram í alla leiki. Maður gerir það náttúrulega alltaf. Við verðum þarna allavega tvær, ég og Bryndís undir körfunni og einhverjar fleiri. Maður á eftir að heyra hvað Obba og Helga ætla að gera en við verðum þarna tvær sem sjáum um teiginn”.
Þær voru sammála um það allar þrjár að það væri stefnt á að koma titli ef ekki tilum í hús á næsta ári “ Stefnir maður ekki alltaf á titla” segir Margrét Kara Sturludóttir.
Myndir/ [email protected]
Gísli Ólafsson