10:46
{mosimage}{mosimage}
(Bjarki og Sola)
KR hefur fengið tvo nýja leikmenn fyrir átök vetursins í Iceland Exprss-deild karla. Jeremiah Sola og Bjarki Oddsson hafa gengið til liðs við félagið.
Jeremiah Sola var fenginn til KR í stað Nikola Tutus sem fékk ekki atvinnuleyfu á dögunum. Sola er 25 ára gamall Bandaríkjamaður með ítalsk vegabréf. Hann er um 200 sm á hæð og spilar stöðu framherja. Hann lék lítið síðasta tímabil en tímabilið á undan stóð hann sig vel í Finnlandi.
Bjarki Oddsson er 20 Akureyringur sem hefur leikið allan sinn feril með Þór. Ak. Hann spilaði 22 leiki fyrir Þór í fyrra í IE-deildinni og lék 8.5 mín. í leik og skoraði hann 2.2 stig að meðaltali. Einnig mun Bjarki líka leika með unglingaflokki KR í vetur.
Myndir: www.kr.is/karfa