spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaKR einum sigurleik frá Bónus deildinni

KR einum sigurleik frá Bónus deildinni

Annar leikur úrslitaumspils um sæti í Bónus deild kvenna fór fram í kvöld.

KR lagði Hamar/Þór í spennuleik á Meistaravöllum, 83-78.

Leikur kvöldsins var jafn og spennandi fyrstu þrjá leikhlutana, en þá náðu heimakonur í KR góðu áhlaupi og fóru mest með forskot sitt í 12 stig um miðjan lokaleikhlutann. Sá biti var einfaldlega of stór fyrir gestina í Hamar/Þór, sem þó gerðu ágætlega á lokamínútunum. Niðurstaðan að lokum fimm stiga sigur KR, sem nú þurfa aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig upp í Bónus deildina.

Hérna er heimasíða deildarinnar

Úrslit dagsins

Umspil um sæti í Bónus – Úrslit

KR 83 – 78 Hamar/Þór

(KR leiðir einvígið 1-0)

KR: Rebekka Rut Steingrímsdóttir 24/4 fráköst, Cheah Emountainspring Rael Whitsitt 19/14 fráköst, Anna María Magnúsdóttir 17/5 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lea Gunnarsdóttir 8/6 fráköst, Ugne Kucinskaite 2/6 fráköst, Guðný Helga Ragnarsdóttir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0, Kaja Gunnarsdóttir 0, Kristrún Edda Kjartansdóttir 0, Arndís Rut Matthíasardóttir 0, Kolfinna Margrét Briem 0.


Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 26/7 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 19/5 fráköst, Hana Ivanusa 17/5 fráköst, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 6/12 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 6, Fatoumata Jallow 4, Arndís Úlla B. Árdal 0, Bergdís Anna Magnúsdóttir 0, Þóra Auðunsdóttir 0, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 0, Jara Björg Gilbertsdóttir 0, Andrea Ösp Gunnsteinsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -