20:39
{mosimage}
KR ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með sigri á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld 63-97. Keflavík gerði góða ferð á Sauðárkrók og vann Tindastól 63-91 og í Grindavík unnu heimamenn FSu 107-85. Í 1. deild karla unnu Haukar KFÍ 67-81 og fóru þar með langleiðina í að tryggja sér 2. sætið í 1. deildinni. Þá vann Fjölnir Þór í Þorlákshöfn 64-94. Þá lifir Valur enn í voninni um annað sætið í 1.deild eftir sigur á Hamri 82-80 eftir framlengdan leik.