Nú hefur nýjasta útgáfan af leikreglunum verð þýdd á íslensku. Eftir nýjustu breytingarnar sem gerðar voru á leikreglunum, með nýrri 14 sek. reglu og og staðsettningu þriggjstigalínunar, kom uppfærsla á regluverkinu og hefur því verið snarað yfir á íslensku. www.kki.is greinir frá.
Það var Pétur Hrafn Sigurðsson, formaður dómaranefndar KKÍ og fyrrum framkvæmdarstjóri KKÍ, sem þýddi reglurnar fyrir KKÍ.
Búið er að uppfæra reglurnar í .pdf skjal undir „Leikreglur“ í valmynd síðunnar og heita þær þar „Leikreglur í körfuknattleik – íslenska“.
Hægt er að nálgast þær einnig hérna.
Á sama stað eru þær einnig á ensku fyrir þá sem þess þurfa.
www.kki.is