spot_img
HomeFréttirKörfuknattleiksmaður ársins stigahæstur í sigri Sundsvall

Körfuknattleiksmaður ársins stigahæstur í sigri Sundsvall

Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Jamtland voru á ferðinni í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sundsvall nældi sér í tvö góð stig á meðan Brynjar Þór Björnsson og liðsféalgar í Jamtland máttu þola ósigur á heimavelli.
Sundsvall Dragons 87-79 Norrköping Dolphins (framlengt)
Framlengja varð leikinn í stöðunni 73-73 eftir venjulegan leiktíma þar sem Hlynur Bæringsson jafnaði metin þegar níu sekúndur voru til leiksloka. Sundsvall stakk svo af í framlengingunni og vann hana 14-6. Það var við hæfi að körfuknattleiksmaður ársins, Jakob Örn Sigurðarson, væri stigahæstur Sundsvall í kvöld með 20 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Pavel Ermolinski bætti við 15 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Þá var Hlynur Bæringsson með 13 stig og 15 fráköst.
 
Jamtland 88-92 Uppsala (framlengt)
Brynjar Þór gerði 16 stig fyrir Jamtland í kvöld og tók 3 fráköst á tæpum 33 mínútum. Jamtland kom leiknum í framlengingu en Uppsala hafði þar yfirhöndina og vann framlenginguna 5-9.
 
Mynd/ Jakob Örn var stigahæstur í sigri Sundsvall í kvöld.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -