3.-4. Júní kemur Chris Oliver til Íslands sem hluti af þjálfaramenntun KKÍ, í leiðinni ætlar Chris að halda námskeið fyrir börn og ungmenni.
Chris er virtur háskólaþjálfari sem hefur meðal annars þjálfað Háskólann í Windsor í Kanada og Niagara University í NCAA. Chris státar af 75% vinningshlutfalli og hefur unnið titilinn þjálfari ársins í Kanada ásamt því að vera ráðgjafi fyrir lið í NBA, NCAA og sérsambönd.
Chris stofnaði Basketball Immersion, vinsælt menntunarprógram fyrir þjálfara sem nýta sér hans hugmyndafræði sem snýr að því að þjálfa leikmenn í ákvarðanatöku leiksins. Það kallar hann BDT eða basketball decision training, þar sem leikmenn eru þjálfaðir í ákvarðanatöku í gegnum skemmtilegar og gagnvirkar æfingar.
Námskeið Chris hafa vakið mikla lukku víðsvegar um heiminn og færri komist að en hafa viljað. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir íslenska leikmenn til að læra af framsæknum og eftirsóttum þjálfara. Þetta er námskeið sem mun gefa iðkendum verkfæri til að bæta sinn leik.
Námskeiðið verður á eftirfarandi tímum á laugar og sunnudegi.
Fyrir 12-14 ára frá kl 9-11 og 14-16
Fyrir 15-17 ára frá kl 11-13 og 16-18
Verð er 16.900kr
Fræðast má frekar um Chris Oliver og þjálfunaraðferðir hans hér
Smellið hér fyrir skráningu