spot_img
HomeFréttirKörfuboltakvöld með Pavel á Skaganum: Gulldrengir Skagans mæta á svæðið

Körfuboltakvöld með Pavel á Skaganum: Gulldrengir Skagans mæta á svæðið

 
Föstudaginn 6. maí ætla þrír af gulldrengjum Skagans að mæta á sinn gamla heimavöll og kenna ykkur öll trixin í bókinni á skemmtilegri æfingu. Gulldrengir Skagans eru: Pavel Ermolinskij og Jón Orri Kristjánsson úr Íslandsmeistaraliði KR og silfurdrengurinn Fannar Freyr Helgason fyrirliði Stjörnunnar. En þessi lið léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. Pavel, Jón Orri og Fannar byrjuðu allir sinn feril með yngri flokkum ÍA.
Allir velkomnir og það kostar ekkert, það eina sem þarf að gera er að skrá sig.
Ef þú vilt vera með sendu þá tölvupóst á [email protected]  
 
Það sem við þurfum að fá er: Nafn, heimilisfang, aldur og gsm númerið þitt.
 
Jaðarsbakkar
Föstudagurinn 7. maí
 
12 ára og yngri: 17.30 – 19.30
13 ára og eldri 19.30 – 21.30
 
Nánari upplýsingar í síma 864-1865 (Sigurður Elvar)
Fréttir
- Auglýsing -