Körfuboltabúðum Tindastóls var slitið í gær eftir stífa viku þar sem æfður var körfubolti í rúmlega fjóra tíma á dag. Þau Friðrik Þór Stefánsson og Ólína Sif Einarsdóttir voru valin bestu leikmenn búðanna. Það var svo Kristinn Gísli Jónsson sem sigraði í þrautabrautinni.
Í yngsta hópnum var það Dagmar Björg Rúnarsdóttir sem vann vítakeppnina og Örvar Pálmi Örvarsson sigraði í þriggja stiga keppninni og 1 á 1.
Í miðhópnum var það Elvar Ingi Hjartarson sem vann vítakeppnina, Sæþór Kristjánsson þriggja stiga keppnina og Gunnar Páll Björnsson í 1 á 1.
Hjá þeim elstu var það Friðrik Þór Stefánsson sem sigraði vítakeppnina, Sigurður Páll Stefánsson þriggja stiga keppnina og Jón Valgeir 1 á 1.
Eins og áður sagði voru það þau Friðrik Þór Stefánsson og Ólína Sif Einarsdóttir sem voru vali bestu leikmenn búðanna og þau Pálmi Þórsson og Bríet Lilja Sigurðardóttir voru valin efnilegust.
Borce Ilievski yfirþjálfari búðanna var himinsæll með hvernig til tókst. "Ég er mjög ánægður með þessar fyrstu körfuboltabúðir okkar. Krakkarnir, þjálfararnir og foreldrar eru afar ánægð og til þess er leikurinn gerður. Hér tóku margir miklum framförum undir stjórn frábærra þjálfara. Stjórn körfuknattleiksdeildar og unglingaráð ásamt Kára Maríssyni eiga heiður skilinn fyrir þá miklu vinnu sem var lögð í þetta og þau geta verið stolt af árangrinum. Nú þurfum við að sníða af nokkra vankanta eftir þessa fyrstu reynslu okkar, með það að markmiði að gera góðar búðir enn betri á næsta ári," sagði Borce í spjalli við heimasíðu Tindastóls.
Myndir frá síðasta deginum má finna inni á Facebook-síðu búðanna.