Körfuboltabúðir í Dalhúsum verða haldnar 27.júní – 3. Júlí fyrir stelpur og stráka, fædd 1992-1999. Um er að ræða eins vikna búðir með mat og gistingu ef þess er óskað. Búðirnar verða í íþróttamiðstöðinni við Dalhús og standa frá kl. 8:00 til kl. 17:00.
Dagskráin verður í þessa átt:
8:00-9:00 Frjáls tími
9:00-9:30 Upphitun
9:30-11:00 Stöðvaþjálfun
11:00 – 12:00 Spil
12:00-13:00 Hádegismatur
13:00-13:30 Fyrirlestur
13:30-15:00 Stöðvaþjálfun
15:00-17:00 Spil og leikir
Þjálfara á búðunum verða Hjalti Þór Vilhjálmsson yfirþjálfari yngriflokka Fjölnis, Örvar Kristjánsson þjálfari meistaraflokks Fjölnis, Finnur Freyr Stefánsson yfirþjálfari yngriflokka hjá KR, Hörður Axel Vilhjálmsson landsliðsmaður og leikmaður Keflavíkur, Ægir Steinarsson landsliðsmaður og leikmaður Fjölnis/Newberry,Tómas Heiðar Tómasson landsliðsmaður og leikmaður Fjölnis/Newberry, Arnþór Guðmundsson U20 landsliðsmaður og leikmaður Fjölnis, Haukur Helgi Pálsson landsliðsmaður og leikmaður Maryland, Halldór Steingrímsson yngriflokkaþjálfari Fjölnis, Jón Sverrisson leikmaður Fjölnis og þjálfari, Árni Ragnarsson leikmaður Alabama Huntersville einnig munu fleiri kíkja við.
Þeir sem halda fyrirlestur verða Ólafur Sæmundsson næringafræðingur, Viðar Halldórsson félagsfræðingur, Haukur Helgi Pálsson um lífið í USA og leiðina þangað, Hörður Axel Vilhjálmsson um hvað þarf að gera til að ná langt, Ægir Þór Steinarsson um hvernig hann undirbýr sig undir æfingar og leiki og um sig, Rúnar Pálmarsson sjúkraþjálfari um hvernig hægt sé að minnka líkur á meiðslum og Hjalti Þór Vilhjálmsson um markmið og markmiðssetningu.
Iðkendur fá flotta reversible boli frá Errea, keppt verður í allskynns keppnum bæði einstaklings og liðs.
Frábært tækifæri fyrir körfuboltaiðkendur landsins til að auka kunnáttu sína í þessum magnaða leik undir handleiðslu flottra þjálfara og frábærra leikmanna. Flottir fyrirlestrar um þætti sem eru mikilvægir til að ná enn lengra.
Skráning fer fram á fjolnir.is klikkið á nánar á sumarnámskeið 2011.
Verð búðanna er 25.000 kr. með öllu.
Einnig verður hægt að mæta staka daga og kostar þá dagurinn 4000 og eru stakir dagar greiddir á staðnum. Þeir sem verða fimm daga eða fleiri fá einnig reversible bol.
Mynd: Hörður Axel Vilhjálmsson er meðal þjálfara búðanna.