Skráning er opin til 1. apríl í hinar glæsilegu körfuboltabúðir Dino Stipcic fyrir sumarið.
Búðirnar verða haldnar á fallegu eyjunni Rab í Króatíu, frá 7. júní til 14. júní í sumar og geta allir krakkar á aldursbilinu 2007 til 2012 skráð sig.
Dino Stipcic, leikmaður Álftaness og þjálfari U-15 karlalandsliðsins í körfuknattleik, hefur yfirumsjón með búðunum en honum til halds og trausts verður fjöldinn allur af frambærilegum þjálfurum og leikmönnum. Munu sérstakir gestir á borð við Jón Arnór Stefánsson, sem er af mörgum talinn fremsti körfuboltamaður í sögu Íslands, fyrrum NBA-leikmaðurinn Gordan Giriček og næringarsérfræðinginn Sebastijan Orlić láta sjá sig.
Þetta er því einstakt tækifæri, til þess að fá einstaka innsýn í það hvernig hægt er að verða betri íþróttamaður bæði innan vallar og utan. Búðirnar verða ógleymanleg upplifun fyrir alla unga íþróttamenn – tækifæri til að skerpa á leik sínum, eignast nýja vini og njóta þess að spila körfubolta í stórbrotnu umhverfi
Takmarkað pláss í boði – skráðu þig!
Fyrir frekari upplýsingar og skráningu: [email protected] eða 662-1089
Hægt er að nálgast búðirnar á samfélagsmiðlum hér
![](https://www.karfan.is/wp-content/uploads/2025/02/Cover-photo-1024x379.jpg)
![](https://www.karfan.is/wp-content/uploads/2025/02/Hotel-4-u-1-1024x683.jpg)
![](https://www.karfan.is/wp-content/uploads/2025/02/Rab-za-prezentaciju-1024x683.jpg)
![](https://www.karfan.is/wp-content/uploads/2025/02/rab-photo-2-819x1024.jpg)