Ágúst Björgvinsson, körfuknattleiksþjálfari mun hafa körfuboltabúðir í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Búðirnar í ár eru frá mánudeginum 6. júní til föstudagsins 10. júní næstkomandi en þær eru hugsaðar fyrir áhugasama körfuboltastráka og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára. Þessir krakkar fá hér tækifæri til þess að njóta handleiðslu Ágústs og fjölda annarra góðra þjálfara sem munu aðstoða hann þessa fimm daga sem búðirnar fara fram. Körfuboltabúðirnar eru á milli kl. 17:00 og 20:30 alla daganna og verðið er 6.500 krónur.
Körfuboltabúðir Ágústs Björgvinssonar 2011:
– Frá 6. Júní til 10. júní á milli kl. 17:00 – 20:30
– 12 til 18 ára stelpur og strákar
– Verð 6.500 kr
– Skráning á [email protected]
Dagskrá æfingabúðanna 2011
16.00 til 17.00 Frjálst – Frjáls tími þar sem leikmenn geta hitt þjálfara og æft það sem þeir vilja. Skráning fyrsta dag.
17.00 Stöðvaþjálfun – Stöðvaþjálfunin er aðalþáttur æfingabúðanna. Leikmönnum er skipt upp í sjö hópa eftir aldri og kyni.