spot_img
HomeFréttirKörfuboltaæfingar fyrir körfuboltamömmur

Körfuboltaæfingar fyrir körfuboltamömmur

Á heimasíðu Fjölnis er athyglisverð auglýsing þar sem körfuboltamömmur ætla sér að ná saman í hóp og æfa saman og kunnátta í körfubolta er alls ekki skilyrði:
 
Auglýsingin á heimasíðu Fjölnis
 
Sælar körfuboltamömmur í Fjölni.
Við erum nokkrar sem höfum áhuga á að safna saman í hóp sem hittist 1x í viku og leikum okkur í körfubolta saman. Kunnátta eða leikni í körfubolta er ALLS EKKI skilyrði, heldur einungis að hafa gaman af þessu!
Við getum fengið íþróttasal í Ártúnsskóla á fimmtudögum kl. 20-21, en við ætlum að vera vakandi yfir því ef það losnar pláss í Grafarvoginum.
Til reynslu langar okkur að prófa 4 skipti (22. nóv, 29. nóv, 6. des og 13. des) og taka svo þráðinn upp í janúar ef vilji er fyrir hendi. 
Kostnaður fer eftir því hversu margir taka þátt, en við miðum við lágmark 10 og er það þá 2000kr. pr. mann. Því fleiri sem við erum því ódýrara er þetta.
Þær sem hafa áhuga endilega sendið póst á [email protected] eða skráið ykkur á facebook undir mömmubolti.
  
Fréttir
- Auglýsing -