Og hér kemur svo restin af annálinum frá okkar fólki. KARFAN.IS óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs!
Hilma Hólmfríður Karfan.is 1st Lady
Að Reynir Sandgerði skildu hafa komist í 8 liða úrslit bikarsins
Jón Arnór Stefánsson leikmaður Zaragoza
Þegar Litháinn tróð yfir Pavel Ermolinskij og þegar Friðrik Stefánsson tók fram skóna á ný.
Pálína Gunnlaugsdóttir leikmaður Keflavíkur
Það sem mér fannst minnistæðast fyrir árið 2012 var Noregsferðin sem við stelpurnar í A-landsliðinu fórum í. Æðislega ferð í alla staði og frábær árangur sem við stúlkur náðum. Ég hlakka mikið til næsta landsliðsverkefnis, get eiginlega ekki beðið.
Hannes S Jónsson formaður KKÍ
Það er að sjálfsögðu margt sem kemur upp í hugann enda af nógu að taka hjá okkur í körfuboltanum. Minnistæðast er samt þáttaka karlalandsliðsins í undankeppni EuroBasket 2013 ,að fá alla þessa landsleiki er frábært fyrir íslenskan körfubolta og að keppa 10 leiki þar af 5 útileiki á innan við fjórum vikum var að vissu leyti sér kafli útaf fyrir sig. Þetta var lærdómsríkur og skemmtlegur tími sem mun svo sannarlega vera ofarlega í minningarbanka mínum í framtíðinni.
Bryndís Guðmundsdóttir leikmaður Keflavíkur
Þegar ég skipti aftur yfir í Keflavík