spot_img
HomeFréttirKonrad Tota til Þórsara

Konrad Tota til Þórsara

16:53

{mosimage}

Í dag kom nýr liðsmaður til úrvalsdeildarlið Þórs og er um að ræða pólsk/kanadískan leikmann að ræða. Hann heitir Konrad Tota og er 28 ára gamall 194 cm að hæð og telst því vera lítill framherji. Undanfarin ár hefur Konrad komið víða við og t.a.m. spilaði hann 4 ár í NAIA háskóladeildinni við góðan orðstýr. Einnig lék hann í 3 ár í neðri deildum í Þýskalandi og nú fyrir áramót lék hann í efstu deild í Slóveníu með Inter Bratislava og var hann með 10 stig að meðaltali í leik.

Að sögn Hrafns Kristjánssonar þjálfara Þórs á Konrad að leysa stöðu þrist eða fjarka sem hefur ekki verið nógu sterk hjá Þór í vetur vegna meiðsla og veikinda leikmanna. Hann sagði að við fyrstu sýn litist sér afar vel á þennan strák sem hefur afar gott skot og lofar góðu strax á fyrstu æfingu. 

Nánar má lesa um kappann á heimasíðu Þórs.

www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -