Kóngurinn kláraði Warriors í San Francisco - Karfan
spot_img
HomeFréttirKóngurinn kláraði Warriors í San Francisco

Kóngurinn kláraði Warriors í San Francisco

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Chase Höllinni í San Francisco lögðu meistarar Los Angeles Lakers heimamenn í Golden State Warriors, 128-97. Eftir leikinn eru Lakers í þriðja sæti Vesturstrandarinnar með 67% sigurhlutfall það sem af er á meðan að Golden State eru í níunda sætinu með 50% sigurhlutfall.

Atkvæðamestur í liði meistaranna var LeBron James með þrefalda tvennu, 22 stig, 10 frálöst og 11 stoðsendingar. Þá bætti Talen Horton Tucker við 18 stigum og 10 stoðsendingum. Fyrir heimamenn var það Stephen Curry sem dróg vagninn með 27 stigum.

Það helsta úr leik Warriors og Lakers:

https://www.youtube.com/watch?v=ajXsNwyJMZA

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Sacramento Kings 116 – 122 Charlotte Hornets

Milwaukee Bucks 133 – 122 Washington Wizards

New York Knicks 112 – 117 Brooklyn Nets

San Antonio Spurs 109 – 99 Detroit Pistons

LA Clippers 109 – 99 Dallas Mavericks

Indiana Pacers 106 – 121 Denver Nuggets

Memphis Grizzlies 99 – 122 Phoenix Suns

Los Angeles Lakers 128 – 97 Golden State Warriors

Fréttir
- Auglýsing -