Reggie Dupree hefur farið vel á stað með Keflvíkingum þennan veturinn. Reggie er að fá nú sem íslenskur ríkisborgari fleiri mínútur heldur en í fyrra og hann er að nýta þær vel. Ekki bara sóknarlega heldur er varnarleikur hans til fyrirmyndar og bakverðir hinna liðana oft á tíðum í vandræðum. VIð náðum í Reggie í viðtal eftir sigur Keflavíkur gegn Grindavík í kvöld.