spot_img
HomeBikarkeppniKom til handalögmála á milli stuðningsmannasveita

Kom til handalögmála á milli stuðningsmannasveita

Hálfleikur er í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR í Geysisbikar karla. Mikið jafnræði hefur verið á liðunum en staðan í háæfleik er 41-42 fyrir ÍR.

Lið þessi hafa eldað grátt silfur síðustu ár en þau hafa mæst í úrslitakeppninni síðustu tvö ár og rígurinn orðinn mikill. Ekki síst hjá stuðningsmannasveitunum sem hafa verið gríðarlega öflugar síðustu ár.

Það var ekki mikið liðið af leiknum þegar allt fór uppí háaloft á milli stuðningsmannasveitanna Ghetto Hooligans og Silfurskeiðarinnar. Sveitirnar sitja hlið við hlið og hafa orðaskipti orðið þeirra á milli svo öryggisgæsla þurfti að stíga á milli.

Til handalögmála kom þegar tvær mínútur voru liðnar þar sem hnefar flugu. Það stóð þó stutt yfir og ákváðu stuðningsmenn að einbeita sér að leiknum eftir það. Ljósmyndari Körfunnar, Bára Dröfn náði ótrúlegri mynd af þessi atviki sem sjá má hér að neðan:

Fréttir
- Auglýsing -