spot_img
HomeFréttirKolbrún María valin í úrvalslið Norðurlandamótsins í Södertalje

Kolbrún María valin í úrvalslið Norðurlandamótsins í Södertalje

Undir 18 ára stúlknalið Íslands lauk leik í dag á Norðurlandamótinu í Södertalje. Liðið hafnaði í 3.-4. sæti mótsins, en sökum innbyrðisviðureignar gegn Eistlandi, komst Ísland ekki á verðlaunapall í þetta skiptið.

Íslenska liðið hafði þó á að skipa einum besta leikmanns mótsins í Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur, sem var að loknum síðasta leik valin í fimm leikmanna úrvalslið mótsins. Kolbrún var gjörsamlega frábær fyrir Ísland á mótinu, setti 30 stig og tók 14 fráköst í síðasta leiknum og leiddi alla leikmenn mótsins í stigaskorun með 27 stig að meðaltali í leik.

Hérna eru fréttir af Norðurlandamótinu

Fréttir
- Auglýsing -