Lokahóf KKÍ fyrir nýafstaðið 2023-24 tímabil fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Veitt voru verðlaun fyrir efstu tvær deildir karla og kvenna í nokkrum flokkum. Þá voru sjálfboðaliðar Breiðabliks og Grindavíkur heiðraðir fyrir störf sín á tímabilinu og Sigmundur Már Herbertsson fékk verðlaun sem besti dómari ársins.
Besti ungi leikmaður Subway deildar kvenna var valin leikmaður Stjörnunnar Kolbrún María Ármannsdóttir. Kolbrún og nýliðar Stjörnunnar áttu skínandi gott tímabil í deildinni, fóru alla leið í oddaleik undanúrslita gegn verðandi meisturum Keflavíkur. Karfan spjallaði við hana eftir að verðlaun voru veitt í Laugardalshöllinni.
Mynd / KKÍ