spot_img
HomeFréttirKobe yngstur yfir 24.000 stig - Fyrsta tap Boston - (Topp 10...

Kobe yngstur yfir 24.000 stig – Fyrsta tap Boston – (Topp 10 Myndband)

Boston Celtics töpuðu sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Phoenix Suns á eigin heimavelli í nótt. Á meðan unnu LA Lakers góðan sigur á Memphis Grizzlies og Cleveland unnu New York Knicks í Madison Square Garden.

 
 
Boston – Phoenix  103-110
Boston hafði unnið fyrstu sex leiki sína í vetur fyrir leikinn gegn Phoenix í nótt, en Phoenix hafa sjálfir verið nokkuð stöðugir í ár og aðeins tapað einum leik, þeim síðasta.
 
Jason Richardson, sem komst ekki á blað í leiknum á undan, tók til sinna mála og var með 34 stig of 10 fráköst og fór fyrir vel samanstilltu liði Phoenix sem var með frumkvæðið allan leikinn. Kevin Garnett átti góðan leik með 26 stig á blaðinu, en félagar hans áttu síðri leik þar sem lítið kom til dæmis út úr bekknum.
 
Lakers – Memphis 114-98
LA Lakers virðast í góðum málum þessa dagana og munar þá ekki minnst um frammistöðu Kobe Bryant sem hefur spilað eins og hann sé andsetinn. Hann gerði einmitt 41 stig í nótt, en það er í þrija skiptið í fjórum leikjum sem hann gerir akkurat 41 stig. Með þeim varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora meira en 24.000 stig, 31 árs að aldri.
 
Lakers vantaði báða miðherja sína þar sem Pau Gasol og Andrew Bynum voru báðir fjarverandi vegna smávægilegra meiðsla. Varamaðurinn DJ Mbenga leysti hins vegar stöðuna vel með því að taka 16 fráköst. Hjá Grizzlies voru Zach Randolph og Rudy Gay allt í öllu, en Allen Iverson, sem hefur eytt meiri tíma í tuð yfir spilatíma og að byrja á bekknum, var með 8 stig á 20 mínútum. Til að núa salti í sárin fór Kobe upp fyrir Iverson í 16. sæti stigalista NBA með frammisttöðu sinni í leiknum.
 
Grizzlies byrjuðu í raun betur og leiddu í hálfleik, en Kobe og varamenn Lakers reyndust of stór biti, auk þess sem hinn litríki Ron Artest virðist vera að finna sig sífellt betur í liði Lakers.
 

New York – Cleveland 91-100

Þrátt fyrir sigur Cleveland Cavaliers á NY Knicks í nótt hefur frammistaða þeirra ekki verið nærri því eins góð og í fyrra. Það kyndir enn undir sögusögnum þess efnis að LeBron James gefist upp á heimabæ sínum og leiti á önnur mið og koma Knicks oftar en ekki upp í því sambandi, en þeir hafa leynt og ljóst stefnt að því að fá þennan besta leikmann heims til sín næsta sumar þegar samningur hans við Cavs rennur út.
 
Það sem telur á móti Knicks er hins vegar að þeim gengur ekkert og hafa einungis unnið einn leik á tímabilinu.
 
Úrslit næturinnar:
 
Atlanta 83
Charlotte 103
 
Washington 86
Indiana 102
 
New Jersey 94
Philadelphia 97
 
Detroit 103
Orlando 110
 
Phoenix 110
Boston 103
 
Denver 88
Miami 96
 
Toronto 107
New Orleans 90
 
Cleveland 100
New York 91
 
Milwaukee 87
Minnesota 72
 
Oklahoma City 94
Houston 105
 
LA Clippers 118
Golden State 90
 
Memphis 98
LA Lakers 114
 
San Antonio 84
Portland 96
 
Fréttir
- Auglýsing -