spot_img
HomeFréttirKobe sló stigamet í tapleik

Kobe sló stigamet í tapleik

Kobe Bryant náði merkum áfanga í nótt þegar hann fór fram úr Jerry West sem stigahæsti leikmaður stórveldis LA Lakers þegar hann skoraði 44 stig í tapleik gegn Memphis Grizzlies, en þetta var lokaleikur á erfiðri útileikjatörn meistaranna.

 
 
Kobe hefur því skorað 25.208 stig á ferlinum en hann sló metið með troðslu þegar hann gerði sitt 28. stig. Tapið þýddi þó að Phil Jackson komst ekki framúr Pat Riley sem sigursælasti þjálfarinn í sögu Lakers, en báðir hafa þeir unnið 533 leiki.

 
 
Kobe vildi gera sem minnst úr þessu afreki, enda er Jerry West einn af hans lærimeisturum og sótti hann sem 17 ára skólastrák í greipar Charlotte Hornets sumarið 1996.
 
Á meðan þessu fór fram réttu Boston Celtics úr kútnum og unnu brunarústirnar sem lið Washington Wizards er, og Denver Nuggets lögðu Sacramento Kings í framlengdum leik.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
 
Washington 88 Boston 99
Miami 81 Milwaukee 97
Memphis 95 LA Lakers 93
New Orleans 100 Phoenix 109
Denver 112 Sacramento 109
Utah 104 Dallas 92
Portland 98 Charlotte 79
Fréttir
- Auglýsing -