spot_img
HomeFréttirKobe skoraði 40 stig í sigurleik

Kobe skoraði 40 stig í sigurleik

Kobe Bryant blés á allar meiðslasögur og skoraði 40 stig í sigri LA Lakers á Detroit Pistons. Þetta var í 100. skiptið sem Kobe skorar 40 stig eða meira á ferlinum. Á meðan unnu Cleveland Cavaliers sigur á Golden State, Phoenix vann Houston og Denver unnu Toronto.

 
 Á hinn bóginn töpuðu NJ Nets enn einum leiknum, gegn Indiana í þetta skiptið, og hafa nú tapað öllum ellefu leikjum sínum í vetur.
 
Hér eru úrslit næturinnar:
 
Golden State 108
Cleveland 114
 
Oklahoma City 100
Miami 87
 
Indiana 91
New Jersey 83
 
LA Clippers 102
New Orleans 110
 
Phoenix 111
Houston 105
 
Toronto 112
Denver 130
 
Chicago 101
Sacramento 87
 
Detroit 93
LA Lakers 106
 
Fréttir
- Auglýsing -