Fjölmargir spennandi og skemmtilegir leikir voru í NBA í gær þar sem bar hvað hæst sigra LA Lakers og Orlando Magic sem mættust í úrslitum deildarinnar í vor, auk þess sem Boston hélt áfram sigurgöngu sinni og hefur nú unnið fyrstu fjóra leiki sína.
Þetta var líka dagur þar sem nokkrir frábærir leikmenn létu ljós sitt skína, en Kobe Bryant gerði 41 stig fyrir Lakers, Carmelo Anthony gerði 42 fyrir Denver og OJ Mayo gerði 40 fyrir Memphis í sama leik. Þá var Chris Bosh nær óstöðvandi fyrir Toronto Raptors, með 35 stig og 16 fráköst, en það dugði þeim þó ekki til sigurs gegn Orlando.
Úrslit næturinnar:
Orlando 125
Toronto 116
Chicago 87
Miami 95
New Orleans 87
Boston 97
Portland 83
Oklahoma City 74
Memphis 123
Denver 133
Minnesota 112
Phoenix 120
Atlanta 110
LA Lakers 118
Tölfræði leikjanna
ÞJ