11:02
{mosimage}
(Kobe var allt í öllu á lokasprettinum í nótt)
Úrslitarimman á Vesturströnd NBA deildarinnar hófst í nótt þar sem LA Lakers tóku 1-0 forystu gegn Denver Nuggets í Staples Center í Los Angeles. Lokatölur leiksins voru 105-103 Lakers í vil þar sem Kobe Bryant fór á kostum og sallaði niður 40 stigum fyrir sína menn ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 4 stoðsendingar.
Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Denver með 39 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Bryant tók sex víti á síðustu 30 sekúndum leiksins þar sem honum brást ekki bogalistin og reyndust sigurstigin koma af vítalínunni.