Þær sorgarfréttir bárust fyrir stundu að körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant sem lék sinn feril með Los Angeles Lakers hefði látist fyrr í dag. Það er TMZ fréttaveitan sem greinir frá þessu.
Kobe var í þyrlu sem brotlenti í Calabasas fyrr í dag. Að minnsta kosti fjórir aðrir voru í þyrlunni, allir létust í slysinu.
Kobe lætur eftir sig eiginkonu, Vanessu og þrjár dætur. Natalia, Bianca og Capri sem fæddist í júní á síðasta ári. Dóttir hans Gianna, 13 ára var á meðal þeirra sem létust einnig í slysinu. Bryant var 41. árs er hann lést.
Ljóst er að við höfum misst einn besta leikmann sögunnar en Kobe varð fimm sinnum NBA meistari með LA Lakers, síðast árið 2010 Hann var einu sinni valinn verðmætastur í deildinni (2008) og var átján sinnum valinn í Stjörnuleik deildarinnar. Bryant var ellefu sinnum í úrvalsliði NBA deildinnar og vann til tveggja ólympíugulla, árin 2008 og 2012.
Bryant var valinn númer 13 í nýliðavalinu 1996 af Charlotte Hornets áður en honum var skipt til LA Lakers. Hann er nú goðsögn hjá félaginu og hanga tvær treyjur í rjáfri Staples Center, númer 8 og 24.
Kobe Bryant lagði skónna á hilluna 2016 og kvaddi deildina með 60 stiga leik þann 13. apríl það árið.
BREAKING: Kobe Bryant Has Died In A Helicopter Crash https://t.co/42oINV9ZUU
— TMZ (@TMZ) January 26, 2020
Þessi hörmulegi atburður gerist einungis nokkrum klukkustundum eftir að Lebron James fór uppfyrir Kobe í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar. James hyllti Kobe að þessu tilefni þar sem hann var í sérmerktum skóm með 8/24 á. Hann sagði svo eftir leik “Ég er bara hamingjusamur að vera nefndur í sömu setningu og Kobe Bryant, einn af þeim bestu til að spila leikinn frá upphafi.“. Í framhaldi sendi Kobe frá sér tíst sem því miður varð hans síðasta.
Continuing to move the game forward @KingJames. Much respect my brother #33644
— Kobe Bryant (@kobebryant) January 26, 2020