spot_img
HomeFréttirKnicks unnu í Miami

Knicks unnu í Miami

 
Risaslagur var á austurströnd NBA deildarinnar í nótt þegar New York Knicks gerðu sér ferð suður til Miami. Ekki var um erindisleysu að ræða þar sem Knicks fóru með 86-91 sigur af hólmi og Carmelo Anthony skellti niður 29 stigum og tók 9 fráköst.
Hjá Miami var LeBron James með 27 stig og 7 fráköst og Chris Bosh bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. Næstatkvæðamestur í liði Knicks á eftir Melo voru þeir Chaunsey Billups og Amare Stoudemire báðir með 16 stig og Stoudemire kastaði inn 10 fráköstum aukalega. LeBron reyndi að stela sigrinum með þriggja stiga körfu þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka en þristurinn vildi ekki niður og Knicks kláruðu leikinn á línunni.
 
Annars voru alls 10 leikir í NBA deildinni í nótt og hér eru úrslit þeirra:
 
Indiana 108-110 Phoenix
Oklahoma 87-90 LA Lakers
Cleveland 91-95 Philadelphia
Minnesota 126-123 Golden State
Orlando 100-86 Charlotte
Toronto 96-114 Dallas
New Orleans 89-91 Houston
San Antonio 95-88 Memphis
Portland 83-90 Atlanta
 
Mynd/ Melo var stigahæstur hjá Knicks í nótt
 
Fréttir
- Auglýsing -