Heitasti klúbburinn í NBA í dag, NY Knicks gjörsigruðu Detroit Pistons 121:100 í Madison Square Garden í gærkvöldi. Carmelo Anthony er að spila gríðarlega vel þessa dagana og í gær setti hann niður 29 stig og meira að segja sendi hann 3 stoðsendingar. Knicks eru að fá framlag úr öllum áttum og í gær var Steve Novak við suðumark fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann skaut 5/7. Rasheed Wallace sem var dreginn út af Hrafnistu er einnig að skila ómetanlegum mínútum, 15 stig í gær frá þessum litríka leikmanni.
SA Spurs mættu í heimsókn til Kanada, nánar tiltekið Toronto en fram að þessu eru Spurs með flesta sigra á útivelli allra liða í NBA deildinni. Þrátt fyrir það voru Raptors liðið ekkert með rauða dregilinn tilbúin fyrir Duncan og félaga í Spurs og sýndu þeim enga virðingu heldur þvert á móti þvinguðu þeir þá í yfirvinnu. Tvöföld framlenging leit dagsins ljós og þrátt fyrir góða tilburði frá heimamönnum í Toronto urðu þeir að játa sig sigraða að lokum 11:106. Tony Parker skellti í 32 stig fyrir Spurs en hjá Toronto var DeMar DeRozan með 29 stig og 7 fráköst.
Önnur úrslit gærkvöldsins/næturinnar:
FINAL
1:00 PM ET
SAS
111
TOR
106
24 | 25 | 20 | 19 | ||
|
|
|
|
|
|
25 | 24 | 21 | 18 |
111 |
106 |
Double Overtime
Game Stat | FG% | 3P% | FT% | REB | TO |
---|---|---|---|---|---|
SAS | 42.7 | 29.6 | 78.9 | 52 | 11 |
TOR | 36.4 | 25 | 83.3 | 61 | 12 |
Season Series: SAS 1-0
Fréttir