spot_img
HomeFréttirKlukkutími í leik!

Klukkutími í leik!

Nú er slétt klukkustund í fyrsta leik Íslands í undankeppni EuroBasket 2015. Andstæðingar Íslands í kvöld eru Bretar og eigast liðin við í Laugardalshöll. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á íþróttarás RÚV og hefst hann kl. 19:00. Síðari hálfleikurinn verður einnig sýndur í beinni á RÚV.  
 
12 manna hópur Íslands í dag er Axel Kárason, Haukur Helgi Pálsson, Elvar Már Friðriksson, Sigurður G. Þorsteinsson, Hlynur Bæringsson, Martin Hermannsson, Helgi Már Magnússon, Sigurður Á. Þorvaldsson, Ragnar Á. Nathanaelsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Logi Gunnarsson og Pavel Ermilinskij. Ólafur Ólafsson er ekki í búning í kvöld. Þjálfarar íslenska liðisins eru Craig Pedersen og honum til aðstoðar eru þeir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson.  
 
Mynd/ Jón Björn – Haukur Helgi tjattar upp andstæðinginn í Laugardalshöll. 
Fréttir
- Auglýsing -