spot_img
HomeFréttirKlökkur Sloan hættur hjá Utah

Klökkur Sloan hættur hjá Utah

 
Svo bregðast krosstré sem önnur tré, Jerry Sloan er hættur hjá Utah! Á 26 árum í Salt Lake City tókst honum ekki að gera Utah Jazz að NBA meisturum en á tvenn silfurverðlaun til minningar um veru sína í deildinni.
,,Þetta er erfiðara en ég bjóst við,” sagði klökkur Jerry Sloan á blaðamannafundi þegar ákvörðun þjálfarans var tilkynnt. Hann kveður nú NBA deildina eftir að hafa unnið 1221 NBA leik og tapað 803. Tyrone Corbin mun taka við þjálfarastöðunni hjá Utah en þar hafa leikmenn eins og Deron Williams haft sig mikið í frammi og ekki liðið vel í eigin skinni undir stjórn Sloan.
 
Á þessum 26 árum var aðeins ein leiktíð hjá Jazz sem var með undir 50% vinningshlutfall og þessi merki þjálfari var aldrei valinn þjálfari ársins í NBA deildinni. Hann skilur nú við NBA deildina sem fjórði leikjahæsti þjálfari hennar frá upphafi en hann stjórnaði Jazz í 2024 leikjum. Flesta þjálfaða NBA leiki á Lenny Wilkens eða 2487 talsins, Don Nelson í 2. sæti með 2398 leiki og Bill Fithc með 2050 leiki.
 
Karl Malone og John Stockton eru stærstu nöfnin sem Sloan þjálfaði hjá Utah en báðir voru þeir í liðum Jazz sem léku til úrslita gegn Jordan og Bulls á sínum tíma og höfðu ekki erindi sem erfiði.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -