Lokaumferð Bónus deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum.
Haukar lögðu Njarðvík í Ólafssal og lyftu deildarmeistaratitlinum á leik loknum, Grindavík hafði betur gegn Hamar/Þór í Smáranum og verður það því Hamar/Þór sem fer í umspil um sæti í deildinni, Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu Þór á Akureyri og í Síkinu vann Tindastóll lið Stjörnunnar.
Ljóst er því hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum úrslitakeppni deildarinnar, en hún rúllar af stað mánudag 31. mars. Liðin sem mætast eru:
Haukar (1) gegn Grindavík (8)
Njarðvík (2) gegn Stjörnunni (7)
Keflavík (3) gegn Tindastól (6)
Þór Akureyri (4) gegn Val (5)
Úrslit kvöldsins
Bónus deild kvenna
Haukar 94 – 68 Njarðvík
Þór Akureyri 88 – 90 Keflavík
Tindastóll 78 – 67 Stjarnan
Grindavík 91 – 90 Hamar/Þór
Lokastaða A riðils:
1 Haukar 22 19 3 1979 – 1701 38
2 Njarðvík 22 16 6 1826 – 1734 32
3 Keflavík 22 13 9 1915 – 1842 26
4 Þór Ak. 22 13 9 1920 – 1854 26
5 Valur 22 9 13 1624 – 1688 18
Lokastaða B riðils:
Staða:
1 Tindastóll 22 10 12 1757 – 1785 20
2 Stjarnan 22 9 13 1695 – 1811 18
3 Grindavík 22 8 14 1617 – 1638 16
4 Hamar/Þór 22 8 14 1792 – 1960 16
5 Aþena 22 5 17 1640 – 1752 10