spot_img
HomeFréttirKKÍ skal ráða framkvæmdarstjóra – Þingskjal 1 samþykkt

KKÍ skal ráða framkvæmdarstjóra – Þingskjal 1 samþykkt

Rétt í þessu samþykkti Körfuknattleiksþing KKÍ það að stjórn KKÍ skyldi ráða framkvæmdarstjóra. Þetta þýðir það að Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður ekki lengur starfandi formaður og framkvæmdarstjóri.

Lagabreytingin, sem lögð var fram af Stjörnunni, tekur til 17. greinar laga KKÍ og breytir orðalagi þeirrar greinar að í stað þess að KKÍ sé “heimilt” að ráða framkvæmdarstjóra þá standi eftirfarandi:


Stjórn KKÍ skal ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri má ekki jafnframt sitja í stjórn sambandsins.

Stjórn félags er ekki heimilt að reikna sér, endurskoðendum, skoðunarmönnum, trúnaðarmönnum úr hópi félagsmanna, framkvæmdastjórum eða öðrum sem fara með stjórnunarstörf hærra endurgjald fyrir störf hjá félaginu en venjulegt er eftir eðli og umfangi starfanna.

Í 21. grein eru störf framkvæmdarstjóra skilgreind:


Framkvæmdastjóri KKÍ er ráðinn af stjórn samkvæmt ráðningarsamningi með viðeigandi starfslýsingu. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri sambandsins og að framfylgja stefnu stjórnar. Framkvæmdastjóri skal hafa prókúru fyrir sambandið og ræður starfsfólk, ber ábyrgð á starfslýsingum þeirra og er yfirmaður þeirra sem ráðnir eru til sambandsins.

Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá stjórn. Allar meiriháttar skuldbindingar af hálfu KKÍ skulu samþykktar af meirihluta stjórnar.

Framkvæmdastjóri KKÍ getur vísað brotum aðila á lögum KKÍ, reglugerðum KKÍ og
leikreglum til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ.

Fréttir
- Auglýsing -