Rétt í þessu samþykkti Körfuknattleiksþing KKÍ það að stjórn KKÍ skyldi ráða framkvæmdarstjóra. Þetta þýðir það að Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður ekki lengur starfandi formaður og framkvæmdarstjóri.
Lagabreytingin, sem lögð var fram af Stjörnunni, tekur til 17. greinar laga KKÍ og breytir orðalagi þeirrar greinar að í stað þess að KKÍ sé “heimilt” að ráða framkvæmdarstjóra þá standi eftirfarandi:
–
Stjórn KKÍ skal ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri má ekki jafnframt sitja í stjórn sambandsins.
Stjórn félags er ekki heimilt að reikna sér, endurskoðendum, skoðunarmönnum, trúnaðarmönnum úr hópi félagsmanna, framkvæmdastjórum eða öðrum sem fara með stjórnunarstörf hærra endurgjald fyrir störf hjá félaginu en venjulegt er eftir eðli og umfangi starfanna.
–
Í 21. grein eru störf framkvæmdarstjóra skilgreind: