spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKKÍ semur við Genius Sports um einkarétt á tölfræði - Verði áhorfandi...

KKÍ semur við Genius Sports um einkarétt á tölfræði – Verði áhorfandi uppvís að broti, verður hann sendur á dyr

KKÍ hefur samkvæmt fréttatilkynningu gert saamning við Genius Sports um einkarétt á tölfræði leikja í tveimur efstu deildum Íslands. Samkvæmt samningnum verður það því þannig að þeir sem að safna upplýsingum á leikjum verða sendir á dyr og er það sett í hendur félaganna hvort að viðkomandi aðili fái frekara bann frá leikjum eða ekki.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa fréttatilkynninguna í heild.

Tilkynning KKÍ:

KKÍ hefur gert nýjan samning við Genius Sports, aðilan sem sér um allt umsýslu-, móta- og tölfræðikerfi sambandsins. Honum fylgir að Genius Sports fær einkaréttinn af tölfræðinu til frekari nota og ráðstöfun á henni.

Í vetur gildir að miðaeigandi / áhorfandi á leikjum í tveim efstu deildum hefur ekki heimild til að taka eða senda lifandi tölfræði af leiknum hvort sem er til einkanota eða fyrir erlenda veðmálabanka. (Þetta á við um hljóð- og vídeóupptökur, útsendingar, skrásetningu á tölfræði eða annað tengt upplýsingasöfnun aðila sem ekki eru starfsmenn leiksins).

Vakni minnsti grunur um að einstaklingur sé að brjóta þessa reglu er gæslufólki og starfsmönnum félags heimilt að vísa viðkomandi húsi að kröfu KKÍ og/banna frá frekari aðsókn í framtíðinni ef þarf. Þetta hafa félög fulla heimild til að framkvæma á sínum leikstöðum í vetur.

Félög munu hafa plaköt til að hengja upp við miðasölu/hurð á leikstað þar sem kemur skýrt fram að enginn hafi heimild til að taka tölfræðina (aðrir en frá félögunum/KKÍ).

Fréttir
- Auglýsing -