KKÍ og Lykill endurnýjuðu samstarfssamning sinn á opinni æfingu kvennalandsliðsins í gær. Samningurinn er til næstu tveggja ára.
Lykill hefur verið öflugur samstarfsaðili KKÍ síðustu ára og segja forsvarsmenn KKÍ það afar ánægjulegt að Lykill verði áfram hluti af samstarfsaðilum KKÍ.
Mynd: Þeir Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Herbert Arnarson lánastjóri Lykils undirrituðu samninginn í gær.