Það voru kunnugleg andlit sem skrifuðu undir samninga í Smáranum í dag en þeir Kjartan Ragnars og Þröstur Kristinsson hafa ákveðið að ganga að nýju til liðs við Breiðablik. Kjartan er hávaxinn framherji og skotmaður góður sem lék í annarri deildinni með Heklu á síðasta tímabili en hann lék áður með Breiðablik.
Þröstur er framherji fæddur árið 1995, er uppalinn Bliki og snýr aftur eftir árs dvöl í Bandaríkjunum þar sem hann spilaði fyrir Lower Columbia háskólann í Washington fylki. Hér fyrir neðan fylgja svo smá tilþrif úr hans síðasta leik fyrir Breiðablik.