Hinn 18 ára gamli Kjartan Helgi Steinþórsson úr Grindavík hefur staðið sig vel í körfuboltan vestan hafs. Hann er á lokaári sínu í menntaskólanum Hampton Roads Academy í Newport News Virginiu í Bandaríkjunum og hefur heldur betur látið til sín taka inni á körfuboltavellinum. www.grindavik.is greinir frá.
Fyrst síðastliðinn vetur með hinu geysisterka menntaskólaliði Warren G. Harding í Warren Ohio. Þar komst Kjartan Helgi í byrjunarliðið í frábæru körfuboltaliði og var einn af lykilmönnum þess sem náði alla leið í átta liða úrslitin yfir allt Ohio fylki. Menn þar á bæ gerðu allt til þess að halda Kjartani Helga áfram en vegna reglna um skiptinema, varð hann að færa sig um set.
Margir skólar sóttust eftir kröftum Kjartans en hann færði sig um set til Virginiu í menntaskólann Hampton Roads Academy sem er virtur einkasóla þar um slóðir. Með því liði hefur hann vakið verðskuldaða athygli, bæði innan vallar sem utan. Gengi liðsins hefur verið gott í vetur, 11 sigurleikir gegn mörgum sterkum liðum og fjórir tapleikir.
Myndbrot úr leikjum með Kjartani, leikmaður nr. 20: